Hvað skal bæta og hvernig skal bætt?

Það er alltaf jákvætt þegar stjórnmálamenn eru tilbúnir að axla ábyrgð, ekki síst í svona tilviki þar sem þeir hafa væntanlega lítið haft um málið að segja þegar verst stóð á. Einhverjir myndu segja að þetta væri bras sem einvörðungu væri hugsað til að fá "goodwill", en hvort sem er hlýtur það að vera mikilvægt fyrir undirmáls-þjóðfélagshóp að fá opinbera viðurkenningu á að illa hafi verið farið með þá.

Hinsvegar má deila um hvort nóg sé gert og hvað megi fleira til bragðs taka. Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti hér hinum megin á hnettinum, en ég efa ekki að margt sé gert til að reyna að bæta fyrir þetta þó vafalaust megi bæta enn um betur.

Einnig má velta upp spurningunni um það hvað skuli biðjast afsökunar á og hvað skuli bæta - svona á heimsvísu. Munu Bandaríkjamenn t.d. einhvern tímann biðja þá "íbúa" Guantanamo sem saklausir eru, afsökunar á að hafa verið haldið þar án dóms og laga í fjöldamörg ár? Mun einhver Rússneskur forseti framtíðarinnar biðjast afsökunar á því harðræði sem beitt hefur verið í gegnum tíðina til að ráða niðurlögum pólitískra andstæðinga? Mun bæjarstjórinn á Breiðdalsvík biðjast afsökunar á að hluti nærsveitarinnar hafi verið klipptur út úr hringvegi nr. 1 þarna um árið?

Það mun tíminn leiða í ljós!


mbl.is Frumbyggjar beðnir afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hæ! þú ert orðinn vinur minn. Ég hef haft það prinsipp að safna ekki of mörgum vinum, vil helst þekkja þá að góðu og hendi þeim umsvifalust ef þeir verða leiðinlegir. Nú veistu að hverju þú gengur. En ég vil gjarnan að þeir gangist við eigin andliti. Velkominn í fjölskylduna. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Ég er hjartanlega sammála þér með bloggvinina. Fer varlega í það mál og vel af gaumgæfni aðila sem eru málefnalegir og ræða um málefni líðandi stundar.

Varðandi myndina þá ákvað ég að gefa lesendum kost á að venjast "pennanum" áður en ég setti inn mynd til að fæla þá frá aftur. Það kemur kannski við tækifæri.

Bið kærlega að heilsa heim á Selfoss!

Skúli Freyr Br., 12.2.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Og, ég verð nú bara að segja það upphátt, að mér leiðist ekki að vera eini kvenkyns vinur þinn og svo til að toppa það, í samfélagi við Palla og prestinn. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: GK

Ég vissi ekki að þú bloggaðir! Gaman að rekast á þig.

GK, 13.2.2008 kl. 00:20

5 identicon

Blessaður Bróðir.

Án efa má alltaf gera betur. Stjórnmálamenn lofa mjög oft einhverju uppí ermina á sér en svo er eins og þeir komi aldrei neinu í verk með því að standa við þær bætur sem þeir lofa.

Þegar að það er talað um hálfgerðan þjóðskaða eins og í Rússlandi eða ,,íbúa" Guantanamo þá mun þetta aldrei vera bætt til fulls. Minningin verður alltaf til staðar í hug þeirra og enginn vellíðann fær þetta blessaða fólk af því að borga minni skatta eftir svona andlega áverka.

Samt sem áður er heimurinn í stöðugri þróun og bætist alltaf hellingur við hann en ég segi að það er mjög oft á vitlausum sviðum þar sem bætingin á sér stað. Hugsum okkur að allur sá kostnaður sem að hefur verið settur í allan þennan hugbúnað og þróun tækninnar myndi fara í að byggja upp þessar bágstöddu þjóir, hvernig haldiði að þær mindu lifa núna? Ef að heimurinn myndi í örskamman tíma stoppa aðeins og hugsa um þá sem eiga erfitt (þó svo að það er mjög oft talað um það). Ég held að allar þessar þjóðir mindu standa alveg ágætlega að vígi þann dag í dag ef að nokkrir miljarðar sem fara í þróun færu í uppbyggingu fyrir þau.

Þetta er orðin ofboðsleg romsa en þetta er persónulegt álit, endilega látið ljós ykkar skýna ;)

Takk fyrir mig!

Sigfinnur Mar (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:05

6 identicon

Sæll kæri vinur.

 Gaman að þú skulir leyfa öðrum að njóta hugrenninga þinna.  Veit þú getur skólað margan í uppeldisfræðunum eins og mér sýnist þú vera byrjaðir á.

Kveðjur

Hjalti Þór

Hjalti Þór Vignisson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband