Ferðasaga á flugvöllinn

Nú þegar allt bendir til þess að við fjölskyldan flytjum aftur til Íslands í sumar, verða þær raddir sífellt háværari í kollinum á mér sem reyna að skilgreina hvaða reynslu, upplifanir og lærdóm maður fer með í ferðatöskunni aftur heim. Það er enginn vafi að eftir 6 ár á erlendri grund verður það ansi breyttur einstaklingur sem flyst á Klakann. Þær pælingar mun vafalaust verða uppsprettan að fjölmörgum bloggfærslum á næstu misserum, en að þessu sinni kemur lítil ferðasaga.

Það var nefnilega þannig að fyrir nokkrum árum fóru foreldrar mínir í kórferðalag til Kaupmannahafnar. Þau voru með stíft prógram, en við vildum ekki sleppa tækifærinu að hitta þau svo við skelltum okkur í höfuðborgina á föstudegi, eyddum laugardeginum í miðbænum og fórum svo að hitta þau á Kastrup þegar þau lentu uppúr hádegi á sunnudeginum.

Eftir morgunmatinn pökkuðum við í bakpoka og tókum strætó á ráðhústorgið, þar sem við hoppuðum upp í annan vagn sem flutti okkur á flugvöllinn. Samtals tók strætóferðin 75 mínútur og við vorum í sólskinsskapi, veifandi íslenska fánanum þegar Hornfirðingarnir byrjuðu að tínast einn af öðrum út um hliðið. Þegar hópurinn var allur kominn hoppuðum við upp í lest, sem flutti okkur aftur niður í miðbæ, þaðan sem hótelið þeirra var í 5 mínútna göngufæri. Við aðstoðuðum þá sem vildu við að tékka sig inn á hótelið og eyddum svo restinni af sunnudeginum með foreldrum mínum. Yndislegur dagur, þó stuttur væri.

Þó þessi saga virki kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn, þá verður hún það kannski í þessu samhengi:

vw_bus.preview-full"Hefði manni dottið í hug við sams konar aðstæður á Íslandi að taka innanbæjarstrætó í Reykjavík á BSÍ og svo flugrútuna þaðan til Keflavíkur, til þess eins að taka á móti fólkinu í hliðinu og fara svo með þeim aftur í flugrútunni til Reykjavíkur?".

Svari nú hver fyrir sig, en ég leyfi mér að vera mjög efins um það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ef ég ætti engan bíl myndi ég líklega fara svona að, en kannski er ég skrítin?

Helga R. Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:14

2 identicon

Púha (eins og danirnir segja)..... ég efast stórlega um að ég myndi gera það, sérstaklega þar sem að ég "bý" á selfossi. Ég er nefninlega alltaf með svona flugu í hausnum að þegar maður sækir fólk á flugvöllinn þá verður maður bara að vera á bíl... nema í dk, það er allt öðruvísa, miklu auðveldara að sækja fólk á flugvöllinn þar;)

Bryndís (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband